1. des í Ghana

Er ég á Íslandi eða Kúbu? Fór í 1. des kaffi í dag og í dag er 30. nóv. 1. des ballið hjá unglingunum verður 7. des! Margt skrýtið í kýrhausnum, reyndar fleiri hausum líka.

Að vanda splæsti skólinn kaffi á staffið hjá Líknarkonum í Höllinni. Þarna sat maður og gúffaði í sig hnallþórum með dæetrjóma og brauðtertum (örugglega með sýrðum) og leið vel í spjalli við samstarfsfólkið. Eitthvað undarlegt suð sveif um og þegar ég lagði við hlustir heyrði ég að úr hátalarakerfi staðarins streymdi rödd Árna Johnsen. Er búinn að gefa út nýjan geisladisk. Þetta kallar maður þrautsegju. Okei, hélt áfram að spjalla við Sömbu og Jónu Ólafs, miklir húmoristar og hoknar af reynslu í flestu. Margensinn góður og kaffið fínt. Allt í einu hljóðnar gaulið og upp á svið stígur Árni sjálfur. Þá varð rjóminn súr. Gaulaði smá, sýndi þroska með því að hafa þetta bara smá. Talandi um Árna, þá hef ég lúmskt gaman af þeirri klípu sem sjálfstæðismenn eru búnir að koma sér í með því að ofmeta almenna skynsemi flokksmanna og kvenna og bjóða upp á prófkjör. Hinir einu sönnu Sjálfstæðismenn til sjávar og sveita enn í sjokki, sem mér finnst reyndar mjög skiljanlegt, á þeirri forsendu einni saman að þeir eru skráðir í flokkinn. Alveg þori ég að veðja þetta endar þannig að hann verður ekki á listanum. Veðja hér með...staupi af Gammel Dansk uppi á Stórhöfða. Hver þorir?

Væmið (en ótrúlega satt): Í gær var lífið sett í samhengi. Í póstinum var lítið umslag frá SOS barnahjálpinni sem innihélt jólakort frá fósturdóttur minni í Ghana. Lítil yndisleg stelpa hún Sandra sem hefði ekki átt sjens ef ekki væri fyrir SOS. Ef ég geri ekkert annað gott í lífinu en þetta þá er ég nokkuð sátt. Við gleymum því stundum hvað við höfum það gott, helstu áhyggjurnar hvort eigi að eyða aurunum í utanlandsferð, húsgögn eða fellihýsi. Víða um heiminn er fólk laust við þessar áhyggjur, það á ekki bót fyrir boruna á sér og á góðan dag ef það fær nokkur hrísgrjón í mallann og slatta af vatni. Stelpurnar eru verst settar. Því skora ég á alla að fara inn á www.sos.is og gerast styrktarforeldri. Kostar skitnar 2300 á mánuði, ein góð rauðvín eða lásí pizza tilboð. Kom on! Brilljant hugmynd: Gefið krökkunum ykkar þetta í jólagjöf. Það hafa fáir krakkar í heiminum það eins gott og okkar. Meira og minna ofdekruð og raunveruleikafirrt - bara af því við erum svo svakalega góð við þau. Allt saman ágætis krakkar, en hafa gott af því að vita hvað klukkan slær annar staðar en í þeirra draumaheimi. Við höfum líka gott af því að minna okkur á hvar við lifum, ætla að hafa það í huga næst þegar ég heyri gaulið í AJ. Ég er viss um að íbúar Ghana væru alveg til í að mæta í Líknarkaffi í Höllina og hlutsa á tæknileg mistök.

12_01_0

Sandra Lucie ofurkrútt

Bílamálin, update: Freyr er frekar svekktur yfir metnaðarleysi mínu. Finnst að kröfur um 4 dyra bíl sem kemst á milli staða án þess að bila vikulega fyrir neðan sína virðingu. Greyið er að vinna á næturvöktum þessa dagana og á námskeiði á daginn. Hann veit samt að ég ætla að vera búin að kaupa bíl á laugardaginn sem hann á reyndar að velja. Geri mér grein fyrir því að ég geri meiri kröfur á vini mína en bíla. Vona þó að vinirnir endist ævina, bíllinn þarf þess ekki. Það er morgunljóst að Freyr á inni hjá mér bigtime! (alla vega bíltúr)

P.s. athugasemdasístemið var ekki að virka, en er komið í lag. Svo er bara spurningin hvort ég á enn vini...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband