Til heiðurs Vance Peavy

Öðruvísi mér áður brá - þetta segir hún mamma mín þegar hún verður hissa. Í nokkurn tíma hef ég hef lifað samkvæmt því að ein besta leiðin til að eyða laugardagskvöldum feli í sér eitthvað sem inniheldur rauðvín og góðan félagsskap. Í kvöld hef ég verið að undirbúa ritgerð sem ég ætti náttúrulega að vera löngu búin að skrifa, alla vega fyrsta uppkast. Búin að lesa helling um hugsmíðahyggju og hvernig hún hefur breytt náms- og starfsráðjgöf. Nýjar aðferðir á nýrri öld. Og mikið ofboðslega er þetta skemmtilegt.

Ætli það hafi ekki verið 1998 sem ég sat námskeið með frábærum gömlum Kanadamanni að nafni Vance Peavy. Það voru fyrstu kynni mín af hugsmíðahyggju. Mér fannst það sem hann hafði að segja ekkert frábært til að byrja með og átti erfitt með að hemja þá skoðun. Spurði hann stöðugt og var með hálfgerðan mótþróa. Ekki til að vera fúl, heldur átti ég erfitt með að gúddera kenningar hans og aðferðir - enda ekki í stíl við hávísindalegan hugsunarhátt sem er innprentaður í sálfræðinni í HÍ. Þegar leið á þriggja daga námskeiðið fór ég að sjá að það sem hann var að segja meikaði sens, og hef notað þær aðferðir sem ég lærði í minni vinnu síðan. Einna lærdómsríkast var þegar karlinn, hvíthærður með staf, settist hjá mér og þakkaði mér fyrir. Undrandi á svip spurði ég hann fyrir hvað. "Fyrir að vera spyrjandi og gagnrýnin" svaraði sá gamli, "það heldur mér á tánum". Þetta kenndi mér að taka opnum örmum þeim sem koma til mín í ráðgjöf og nemendum sem eru ekki að bekenna það sem ég hef að segja eða er að gera.

 Þessi maður er einn af þeim sem hefur haft áhrif á hvernig ég hugsa.

vance peavy

         Næst þegar ég verð með rauðvín í glasi ætla ég að skála fyrir minningu Vance Peavy.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband