Gamli frestarinn

Nú hefur gamla frestunarártáttan gert vart við sig. Undarlegt að gamlir ósiðir skuli ekki bara hverfa með árunum. Ég er sem sagt frestari -þegar kemur að eigin námi. Gasalega góð meðmæli með námsráðgjafanum. Ég ákvað í gærkvöldi að byrja daginn með stæl og setjast að lestri um leið og ég væri búin að bursta tennurnar. Í dag er ég búin að hreinsa á mér húðina, þvo brjóstarhöld í höndum, taka smá til, kíkja á fréttasíðurnar og athuga hvort eitthvað nýtt sé á Uglunni (netsvæði í HÍ varðandi námið). Hringdi líka í Margo sem er námsráðgjafi í FÍV, en hún á ekki Strong manualinn, sem er vesen því hann er þá ekki til á Eyjunni. Svo er ég með hausverk. Afsakanirnar fyrir að gera allta annað en að lesa streyma fram. Er núna að velt fyrir mér hvernig lit eigi að velja á húsið þegar við málum næsta sumar.

Ég er þó búin að lesa smá, taka Strong prófið og skipuleggja næstu viku. Það er þó eitthvað.

Einstein

 Ætla að taka mér þennan til fyrirmyndar og fara að læra NÚNA!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet Reynisdóttir

já ég er fljótfær og þú tímalaus fínar saman  og með frestunaráráttu fínn kokteill

skál Beta

Elísabet Reynisdóttir, 16.9.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband