Fram að ármótum

Var að hlusta á viðtal við Hannes Sárason fjármálamógúl extraordiner sem var að kaupa aðra hverja flugvél á jarðkringlunni fyrir skrilljónir. Ræddar voru nýjustu fjárfestingarnar og væntanleg viðskipti fram að áramótum. Mín viðskipti fram að ármótum felast í nautalund, rauðvíni og einum fjölskyldupakka hjá Björgunarfélaginu, og ef ég verð flott á því splæsi ég í sokkarbuxur með góðu aðhaldi. Finnst ég bara nokkuð góð. Ég bý ekki í sama heimi og Hannes.

Það er eitthvað sem truflar mig við það að sumir geti keypt nokkur flugfélög fyrir hádegi á meðan aðrir þurfa að reiða sig á hjálparstofnanir til að fá að borða á jólunum.

Litli krúttlegast frændi í heimi ætlar að koma til mín um áramótin. Hann Tryggvi Freyr er æðilegur og ætlar að koma í bað til mín (ekkert baðkar hjá ömmu lengur). Svo bullum við um ljón og apa og leikum Javs í baðinu. Ég er að plotta að ná honum af foreldrunum og fá að hafa hann ein part úr degi. Unglingurinn á heimilinu hefur áhyggjur af stöðu sinni og heldur því fram að hann eigi stærri part af hjarta mínu en hún. Það er ekki alveg rétt, hún er bara ekki sama krúttið og hún var, samt æðisleg, svona eins og unglingar eru.

P7260031Ofurkrúttið Tryggvi Freyr.

Var með ömmu og afa kaffi á jóladag. Mamma á 7 afkomendur, Rannveig 2 og Bobba 28. Ég á 2.

Svo ætla ég að reyna að muna eftir þessari síðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband