Enn hugsanahæf?

Ákvað skyndilega að vera með og byrja á þessu. Eiginlega til að komast að því hvort ég hugsa ennþá. Gerði það einu sinni, eða einhvern tímann, bara veit ekki hvort peran er að virka. Kemur í ljós. Ef ég hugsa þá er líka spurning hvort það er birtingarhæft. Kemur líka í ljós. Því vil ég biðja þá sem villast hingað að láta ekki nokkurn mann vita -eiginlega leyniblogg. Hvað er líka kerla á mínum aldri að vilja upp á dekk í heimi rafrænu? Innri eða yrti þörf? Tjái mig ekki nóg annars staðar? Eða kannski bara of sérhæft (í vinnunni). Kannski vísbending um að ég þurfi að fara að fá mér líf? Held það bara. Þetta er kannski vísbending um að ég sé enn að hugsa. Vei!

Ég gat valið instant lúkk á síðuna, m.a. boðið upp á flokkinn ávextir og grænmeti og skil ekki af hverju er ekki boðið upp á banana eða kiwi. Hefði kannski valið gúmmíhanska. Ekki heldur í boði. Þeir sem þekkja mig skilja hvað ég er að fara. Aðrir dragi sínar ályktanir að vild.

Upptekin af þessu: Er að spá í að fá mér bíl. Orðin frekar leið á austan milljón og vætu. Ætla að redda jólagjöfunum í leiðinni.

Freyr og Helga T

Þetta er mynd frá því ég var sjóari, Freyr er minn opinberi bílatöffari og kemur til með að bera ábyrgð á fararmáta mínum í nánustu framtíð. Engin smá ábyrgð!


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband