Seinfæri fattarinn.

Í skóla fannst mér stærðfræði aldrei æðisleg. Gekk þó þokkalega þegar ég nennti að leggja eitthvað á mig. Núna, rétt að verða 40 og, finnst mér stærðfræði algjör snilld. Hef svolítið verið að aðstoða við 8. bekkjar stærðfræðina og fæ algjört kikk út úr því. Ætla að senda erindi til menntamálaráðuneytisins og fá að taka samræmda prófið aftur. Af hverju er maður svona lengi að fatta suma hluti? T.d. hefði ég alveg verið til í að fatta fyrr að það er gott að leggja fyrir og slæmt að nota kreditkort. Einnig að það er ekki gott að drekka of mikið rauðvín, ekki gott að búa á lítilli eyju í norðurhöfum þegar maður er sannfærður um að Brad Pitt sé sá eini rétti (eða George Clooney). Ég get þó huggað mig við að sumir eru ennþá fattlausari en ég. T.d. jeppaeigendur í Vestmannaeyjum. Svona eins og að eiga dúnúlpu í Marokkó, eða einn sem ég þekki sem á svefnpoka sem dugar í 40° frosti en sefur bara í honum í fellihýsi.

Er í óvissunefnd í mínum víðfræga og alræmda saumó með Unni frænku. Erum komnar með smá af hugmyndum en mikið væri gaman að fá fleiri snilldar hugmyndir frá ykkur.... þ.e. ef einhver les þetta! Sem ég reyndar efast um, enda með latari bloggurum ef bloggara skyldi kalla. Eins og konan sagði "ef mig skyldi kalla".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband