Vöknuð úr dáinu

Datt út í marga mánuði. Tvær ástæður; hafði greinilega ekkert að segja og loksins þegar ég ætlaði að skrifa hér var það ekki hægt vegna víruss.

Þegar ég las um nýjar reglur um bókanir í Herjólf varð mér illt inní mér. Það má eiginlega segja að við séum í fjötrum alþjóðlegs stórfyrirtækis sem heitir Eimskip. Sumir misnota víst bókunarsístemið og bóka villt og galið og mæta svo illa. Mér finnst ekki að þetta eigi að vera mitt vandamál, kompaníið á að taka á þessu innanhúss en ekki hefta enn frekar för okkar um þjóðveginn. Sé nú eftir því að hafa ekki látið verða af hugmyndinni sem kviknaði í málningargenginu í Skipalyftunni fyrir margt löngu. Að læðast í skjóli nætur á pramma að skipi fyrirtækisins sem lá við bryggju og bæta G fyrir framan nafn fyrirtækisins sem málað var stórum stöfum á skrokk skipsins. Djös, lengi að fatta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband