Atkvæði til sölu

Nú er 3 mánurðir fram að kosningum. Hvað á að kjósa? Ég er með það alveg á hreinu að ríkisstjórnin verður að fara. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur viðskiptalífsins og þó svo ég sé ekki fjármálasnillingur þá finnst mér þetta fólk búa á öðrum hnetti en ég. Framsókn er djókur, reyndar ótrúlega lífseigur. Sumir í framsókn eru reyndar æði, bara ekki í pólitík. Landbúnaðarráðherra er einn besti stand-up gaur sem við eigum. Bjarni Harðar er fyrirbæri, ég kann að meta fólk sem stendur fast á sínu jafnvel þó að það sem kemur úr þeirra barka sé gjörsamlega út í hött. Alls ekki illa meint, mjög skemmtilegur maður, en á bara ekki heima í pólitík. Frjálslyndir eru einnig fluttir af jörðinni, veit ekki hvert, en þeir eru líklega staddir í tímagati nálægt plánetunni Vúlkan. Vinstri grænir, minnir mig á ofsatrúarmafíu, þar sem foringinn er dýrkaður og dáður (samt til í að sjá Jórunni á þingi). Hef verið frekar höll undir samfylkinguna, en veit ekki. Finnst Össur reyndar skemmtilegur og fáir jafn mælskir og hann. Svo er verið að tala um hægri græna, my ass!

Hvað á til bragðs að taka? Ég held að ég selji mitt atkvæði. Góður vinur minn benti mér einhvern tímann á að fólk kysi eftir eigin hagsmunum, en ekki heildarinnar. Eins og honum finndist þetta frekar smáborgaralegt. Pant vera smáborgari. Ef einhver kemur til mín og selur mér lægri vexti, lækkandi lán versus hækkandi, lækkun á rekstri heimilisins, enn betra menntakerfi á borði ekki bara orði, fjölskylduvænna samfélag, öruggara samfélag fyrir börnin mín og virðulegt ævikvöld svo eitthvað sé nefnt þá er ég til. Mitt atkvæði kostar það sem mér og mínum hentar best. Og hana nú!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband